Héldu fund númer 3427 á ritstjórn Skessuhorns

Skessuhorn fær jafnan góða gesti í heimsókn á ritstjórn. Nýverið héldu félagar í Rótarýklúbbi Akraness kvöldfund sinn þar. Mættu með nesti en fengu að því loknu kynningu á starfsemi Skessuhorns og svör við ýmsum fyrirspurnum um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fram kom hjá Jóhannesi Simonsen klúbbmeistara að téður fundur væri sá númer 3427 frá upphafi. Mættir voru 13 sem jafngildtir 62% skráðra félagsmanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir