Fjölbrautaskóli Vesturlands. Ljósm. úr safni/ glh.

Steinunn Inga stýrir FVA

Steinunn Inga Óttarsdóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranessi. Greint var frá þessu á föstudag. Steinunn er skipuð af Svandísi Svavarsdóttur, settum mennta- og menningarmálaráðherra í málinu. Skipunartíminn er fimm ár, frá og með 1. janúar næstkomandi. Fjórar umsóknir bárust um embættið þegar það var auglýst.

 

Steinunn Inga er starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og var áður áfangastjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún hefur meistarapróf í hagnýtri menningarmiðlun, diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla, diplóma í mannauðsstjórnun, MA í íslenskum bókmenntum, M.Paed í íslensku og lauk kennaraprófi B.Ed. árið 1991.

Líkar þetta

Fleiri fréttir