Eldjárn frá Skipaskaga er hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn á Vesturlandi, hér sýndur af Daníel Jónssyni. Skipaskagabúið hafði yfirburði í vali á ræktunarbúi ársins. Tamningamaður búsins er Leifur Gunnarsson sem hefur unnið hjá þeim Jóni og Sigurveigu um árabil.

Uppskeruhátíð vestlenskra hestamanna

Hestamenn á Vesturlandi gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar hestamannafélögin héldu sameiginlega árshátíð sína og uppskeruhátíð á Hótel Stykkishólmi. Á hátíðinni veitti Hrossaræktarsamband Vesturlands viðurkenningar fyrir góðan árangur í kynbótastarfi. Þar var hrossaræktarbúið Skipaskagi, bú þeirra Jóns Árnasonar og Sigurveigar Stefánsdóttur, verðlaunað fyrir bestan árangur í ræktunarstarfi á árinu, en við val á ræktunarbúi ársins er sem fyrr tekið mið af fjölda sýndra hrossa og árangur þeirra. Í öðru sæti varð búið á Mið-Fossum í Andakíl og í þriðja sæti Einhamar 2 á Akranesi. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir bestu kynbótahrossin í landshlutanum, sbr. meðfylgjandi lista:

Fjögurra vetra hryssur:

Í fyrsta sæti var Talía frá Skrúð. Faðir: Hrannar frá Flugumýri. Móðir: Pera frá Skrúð. Talía hlaut 8,04 í einkunn. Ræktandi er Sigfús Jónsson í Skrúð.

Í öðru sæti var Víóla frá Skrúð. Faðir: Konsert frá Hofi. Móðir: Ósk frá Skrúð. Hún hlaut 7,81 í einkunn. Ræktandi er Sigfús Jónsson í Skrúð.

Fimm vetra hryssur:

Í fyrsta sæti var Dröfn frá Stykkishólmi. Faðir:  Hágangur frá Narfastöðum. Móðir: Tvíbrá frá Árbæ. Dröfn hlaut 8,53 í einkunn. Ræktandi er Valentínus Guðnason.

Í öðru sæti var Mjallhvít frá Þverholtum. Faðir:  Eldur frá Torfunesi. Móðir: Mjöll frá Horni I. Hún hlaut 8,30 í aðaleinkunn. Ræktandi: Sunna Birna Helgadóttir.

Í þriðja sæti var Pollí frá Mið-Fossum. Faðir: Ómur frá Kvistum. Móðir: Saga frá Strandarhöfða. Hún hlaut 8,24 í aðaleinkunn. Ræktandi: Lára Friðbertsdóttir.

Sex vetra hryssur:

Í fyrsta sæti Nál frá Sauðafelli. Faðir:  Glaumur frá Geirmundarstöðum. Móðir: Hespa frá Sauðafelli. Hún hlaut 8,36 í aðaleinkunn. Ræktendur:  Berglind Vésteinsdóttir og Finnbogi Harðarson.

Í öðru sæti var Völva frá Sturlureykjum II. Faðir: Aðall frá Nýja-Bæ. Móðir: Skoppa frá Hjarðarholti. Hlaut hún 8,34 í aðaleinkunn. Ræktandi:  Jóhannes Kristleifsson.

Í þriðja sæti var Ör frá Mið-Fossum. Faðir:  Álfur frá Selfossi. Móðir: Ósk frá Mið-Fossum. Ör hlaut 8,31 í aðaleinkunn. Ræktandi:  Ármann Ármannsson.

Hryssur sjö vetra og eldri:

Í fyrsta sæti er María frá Syðstu-Fossum. Faðir:  Maríus frá Hvanneyri. Móðir: Líf frá Syðstu-Fossum. Í aðaleinkunn hlaut María 8,28. Ræktandi:  Unnsteinn Snorri Snorrason.

Í öðru sæti var Freyja frá Hjarðarholti. Faðir:  Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3. Móðir: Brák frá Hjarðarholti. Í aðaleinkunn hlaut Freyja 8,19. Ræktandi:  Hrefna Bryndís Jónsdóttir.

Í þriðja sæti var Eyja frá Hrísdal. Faðir:  Dugur frá Þúfu í Landeyjum. Móðir: Mánadís frá Margrétarhofi. Í aðaleinkunn hlaut Eyja 8,18. Ræktendur:  Gunnar Sturluson og Guðrún Margrét Baldursdóttir.

Stóðhestar fjögurra vetra:

Í fyrsta sæti var Gljátoppur frá Miðhrauni. Faðir: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum. Móðir: Salka frá Stuðlum. Í aðaleinkunn hlaut Gljátoppur 8,11. Ræktandi: Ólafur Ólafsson.

Í öðru sæti var Djákni frá Skipaskaga. Faðir: Konsert frá Hofi. Móðir: Viska frá Skipaskaga. Í aðaleinkunn hlaut Djákni 8,06. Ræktendur: Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.

Í þriðja sæti var Mýrkjartan frá Akranesi. Faðir:  Ölnir frá Akranesi. Móðir:  Ögrun frá Akranesi. Í aðaleinkunn hlaut Mýrkjartan 8,04. Ræktandi: Smári Njálsson.

Stóðhestar fimm vetra:

Í fyrsta sæti varð Eldjárn frá Skipaskaga. Faðir:  Jarl frá Árbæjarhjáleigu. Móðir:  Glíma frá Kaldbak. Í aðaleinkunn hlaut Eldjárn 8,65. Ræktandi:  Jón Árnason.

Í öðru sæti varð Bersir frá Hægindi. Faðir: Hersir frá Lambanesi. Móðir: Blæja frá Hesti. Í aðaleinkunn hlaut Bersir 8,35. Ræktandi:  Björg María Þórsdóttir.

Í þriðja sæti varð Ögri frá Bergi. Faðir:  Jarl frá Árbæjarhjáleigu II. Móðir:  Skriða frá Bergi. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,27. Ræktandi:  Jón Bjarni Þorvarðarson.

Stóðhestar sex vetra:

Í fyrsta sæti varð Nökkvi frá Hrísakoti. Faðir:  Rammi frá Búlandi. Móðir: Hugrún frá Strönd III. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,48. Ræktandi: Sif Matthíasdóttir.

Í öðru sæti varð Þjóðálfur frá Álftártungu. Faðir:  Álfur frá Selfossi. Móðir: Þjóðhátíð frá Miðsitju. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,14. Ræktandi:  Guðrún Gróa Sigurðardóttir.

Í þriðja sæti varð Freymar frá Brautarholti. Faðir:  Krákur frá Blesastöðum 1A. Móðir: Brynglóð frá Brautarholti. Í aðaleinkunn hlaut Freymar 7,99. Ræktendur:  Magnús Benediktsson, Þrándur Kristjánsson og Snorri Kristjánsson.

Stóðhestar sjö vetra og eldri:

Í fyrsta sæti varð Gleipnir frá Skipaskaga. Faðir:  Skaginn frá Skipaskaga. Móðir: Sylgja frá Skipaskaga. Í aðaleinkunn hlaut Gleipnir 8,44. Ræktandi:  Jón Árnason.

Í öðru sæti varð Magni frá Lambeyrum. Faðir: Toppur frá Auðsholtshjáleigu. Móðir: Mjöll frá Horni I. Í aðaleinkunn hlaut Magni 8,44. Ræktendur:  Ásmundur Einar Daðason og Sunna Birna Helgadóttir.

Í þriðja sæti varð Stofn frá Akranesi. Faðir:  Asi frá Lundum II. Móðir: Iða frá Vestra-Fíflholti. Í aðaleinkun hlaut Stofn 8,42. Ræktandi:  Benedikt Þór Kristjánsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir