Svipmynd úr Þverárrétt í Borgarfirði. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Skoða að rýmka reglur um heimaslátrun

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti nýverið fund með helstu hagsmunaaðilum um möguleika þess að rýmka gildandi reglur um slátrun og leita leiða til að auka verðmætasköpun bænda. Á fundinum fór Kristján Þór yfir þá vinnu sem farið hefur fram í ráðuneytinu á undanförnum misserum og kallaði eftir sjónarmiðum fundargesta. Fundinn sátu auk ráðherra fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Matvælastofnun, Bændasamtökum Íslands, Landssamtökum sauðfjárbænda, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, bóndi í Birkihlíð í Skagafirði og eiginmaður hennar, Þröstur Heiðar Erlingsson, Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík á Ströndum og Sveinn Margeirsson.

„Á fundinum kom fram vilji allra aðila til að leita leiða til að ná fram þessu markmiði um að auka frelsi bænda, auka verðmætasköpun og hvetja til nýsköpunar og þróunar. Jafnframt skynjaði ég skilning á því að við þurfum að starfa innan þeirra alþjóðaskuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist en ég er sannfærður um að við getum innan þess ramma tekið skref í þessa veru. Ég tel að það séu allir samstíga í því verkefni,“ sagði Kristján Þór að afloknum fundinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira