Meira fyrir fiskinn

Aflaverðmæti fyrir sölu á fiski nam 12,4 milljörðum króna í september síðastliðnum, sem er 13,6% meira en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskafla nam rúmum 8,2 milljörðum og jókst um 26,5%. Af botnfisktegundum nam aflaverðmæti þorsks 5,1 milljarði, en aflaverðmæti allra botnfisktegunda jókst frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla var tæpir 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% miðað við september 2018. Verðmæti afla sem seldur var í beinni útgerða til vinnslu innanlands nam 7,6 milljörðum króna í septembermánuði. Vermæti sjófrysts afla var rúmlega 2,2 milljarðar og verðmæti afla sem seldur var á markað nam tæpum 1,8 milljörðum króna. Sé litið til tólf mánaða tímabils frá október 2018 til september 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 144,2 milljörðum króna, sem er 15,4% meira en á sama tímabili árið áður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira