Jólaútvarp GSB fer í loftið í næstu viku

Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar verður sent út í næstu viku. Um er að ræða árvissan viðburð, þar sem nemendur skólans eiga veg og vanda að dagskrárgerð og útsendingum. Sent verður út á tíðninni FM 103,5 og vert að geta þess að útvarpssendi hefur verið bætt við utan Ennis, til að bæta útsendinguna í Rifi og á Hellissandi. Einnig verður hægt að hlusta á netinu í gegnum www.spilarinn.is. Útsendingarnar hefjast á þriðjudaginn, 10. desember og standa yfir fram á föstudaginn 13. desember.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira