Jólamarkaður í Nesi á morgun

Á morgun, laugardaginn 7. desember klukkan 13-17 verður árlegur jólamarkaður haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal. Þar verður hægt að gera góð kaup á ýmsum varningi svo sem sultum, hunangi, kjötmeti, reyktum silungi, ís beint frá býli og fjölmörgu fleiru. Prjónavara verður seld, uppstoppaðir munir og gærur. Vöfflur og heitt kakó. Húsráðendur bjóða gesti velkomna í sveitina í notalega stemningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir