Engin jól án piparkökudagsins

Piparkökudagurinn í Grunnskóla Snæfellsbæjar var haldinn laugardaginn 30. nóvember. Það er foreldrafélag skólans norðan heiðar sem stendur fyrir deginum. Á piparkökudeginum mætir fjölskyldan saman í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið. Foreldrafélagið sér fyrir piparkökudegi gegn vægu gjaldi og því hægt að skella sér strax í að fletja út og skera kökurnar. Á meðan foreldrar úr foreldrafélaginu baka er hægt að fá sér kaffi eða djús og spjalla. Þegar svo kökurnar eru tilbúnar fá hæfileikar hvers og eins að njóta sín við að skreyta kökurnar og voru þær mjög fallegar eins og alltaf. Var dagurinn vel sóttur og allir í jólaskapi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir