Dómur taldi ekki rétt staðið að ráðningu forstöðumanns

Nýverið féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn af umsækjendum um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá ónefndu sveitarfélagi stefndi því og taldi að framhjá sér hafi verið gengið þegar ráðið var í stöðuna. Krafðist viðkomandi skaðabóta auk miskabóta.

Stefnandi var einn af sautján umsækjendum um starfið þegar það var auglýst í ársbyrjun 2018. Höfðu tveir sviðsstjórar hjá sveitarfélaginu umsjón með ráðningarferlinu. Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og í framhaldi þess fjórir þeirra, þar á meðal stefnandi, beðnir að móta skriflega þriggja mánaða aðgerðaáætlun fyrir starfið sem sótt var um. Nokkru síðar var svo ákveðið að ráða annan umsækjanda í starfið. Fyrir dómi hélt stefndi því fram að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn í starfið og gengið framhjá þeim sem hefði mesta menntun og starfsreynslu og taldi að við ákvörðun um ráðningu hefði ákvörðunin verið „óskiljanleg, óeðlilega og ólögmæta,“ eins og það er orðað í málsgögnum.

Fram kemur í vörn sveitarfélagsins í málinu að það hafi verið mat þeirra sem önnuðust ráðningarferlið að sá sem ráðinn var hafi verið hæfasti umsækjandinn um starfið miðað við lýsingar á starfinu og þær kröfur sem gerðar hafi verið til umsækjenda í auglýsingu. Um ráðningarferlið segir í vörn sveitarfélagsins: „Við meðferð málsins, sérstaklega í viðtölum og við úrvinnslu verkefnis, hafi orðið ljóst að [sá sem ráðinn var] hafði yfirburði yfir aðra umsækjendur þegar heildarmyndin var skoðuðu með hliðsjón af þeim atriðum sem sérstaklega hafi verið tiltekin í auglýsingunni um starfið, t.d. um samskipti og starfsmannamál. Stefndi geti því ekki fallist á að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn í starfið eins og stefnandi heldur fram.“

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðurkenningarkrafa stefnda þótti vanreifuð og var henni vísað frá dómi. Sveitarfélaginu var hins vegar gert að greiða stefnda 700 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta og 1.500.000 króna í málskostnað. Þótti dómara í málinu sveitarfélagið hafa staðið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningarferlinu og var því stefnanda dæmdar bætur eins og fyrr segir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira