Íþróttafólkið sem var tilnefnt í kjöri íþróttamanns Grundarfjarðar. Frá vinstri eru Sigurþór Jónsson fyrir golf, Dagný Rut Kjartansdóttir fyrir skotfimi, Margrét Helga Guðmundsdóttir fyrir frjálsar og blak en hún var kosin íþróttamaður Grundarfjarðar 2019, Brynja Gná Heiðarsdóttir fyrir hestaíþróttir og Breki Þór Hermannsson fyrir knattspyrnu. Ljósm. tfk.

Margrét Helga er íþróttamaður Grundarfjarðar

Kvenfélagið Gleym mér ei  í Grundarfirði hélt sinn árlega aðventudag fyrsta sunnudag í aðventu eins og undanfarin ár. Dagskráin fór fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og var hægt að kaupa handverk og kræsingar ásamt gómsætum vöfflum. Þá voru úrslit íþróttamanns Grundarfjarðar gerð kunnug en Margrét Helga Guðmundsdóttir frjálsíþrótta- og blakkona varð hlutskörpust. Einnig voru sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar verðlaunaðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir