
Margrét Helga er íþróttamaður Grundarfjarðar
Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði hélt sinn árlega aðventudag fyrsta sunnudag í aðventu eins og undanfarin ár. Dagskráin fór fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og var hægt að kaupa handverk og kræsingar ásamt gómsætum vöfflum. Þá voru úrslit íþróttamanns Grundarfjarðar gerð kunnug en Margrét Helga Guðmundsdóttir frjálsíþrótta- og blakkona varð hlutskörpust. Einnig voru sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar verðlaunaðir.