Jólatónleikar Hljómlistarfélag Borgarfjarðar

Tvennir Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 12. desember nk. Hefjast þeir kl. 17:00 og 20:30. Þar koma fram meðlimir hljómlistarfélagsins, ungir og upprennandi tónlistarmenn í Borgarfirði, og hinn geðþekki Jógvan Hansen. „Tónleikarnir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og allur rekstrarafgangur fer í sjóð sem verður notaður til þess að styðja við bakið á ungu og/eða upprennandi tónlistarfólki í Borgarfirði,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Tilgangur Hljómlistarfélags Borgarfjarðar er að standa fyrir tónlistarviðburðum í Borgarfirði, efla samvinnu og láta gott af sér leiða með hvaða tiltækum hætti sem er.

Forsala miða á tónleikana er í Framköllunarþjónustunni, Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum „Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir