Ungir Vestlendingar æfa með landsliðunum

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir jólaæfingarnar í ár. Um er að ræða æfingahópa U15, U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna sem munu æfa milli jóla og nýárs.

Leikmennirnir eru alls 148 talsins og koma frá 21 félagi, auk fjögurra sem leika með erlendum liðum. Vesturlandsliðin eiga að sjálfsögðu sína fulltrúa í hópunum. Þeir eru; Heiður Karlsdóttir úr Umf. Reykdæla og Ingigerður Sól Hjartardóttir Snæfelli í U15 liði stúlkna, Almarr Orri Kristinsson Skallagrími, Styrmir Jónasson ÍA og Þórður Freyr Jónsson ÍA í U15 ára liði drengja, Dagný Inga Magnúsdóttir Snæfelli í U16 ára liði stúlkna, Andri Steinn Björnsson Skallagrími, Aron Ingi Björnsson Skallagrími, Aron Elvar Dagsson ÍA og Jónas Bjarki Reynisson Skallagrími í U16 ára liði drengja. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Snæfelli var valin í U18 ára hóp stúlkna og Marinó Þór Pálmason úr Skallagrími í U18 ára hóp drengja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir