Kúabændur samþykktu endurskoðun samnings

Mikill meirihluti kúabænda, eða 76% þeirra sem kusu um samkomulag bænda og stjórnvalda um endurskoðun nautgripasamnings, samþykktu samkomulagið. Ríflega 22% bænda höfnuðu því. „Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamnings lauk í hádeginu í dag, miðvikudaginn 4. desember. „Já“ sögðu 447 eða 76%. „Nei“ sögðu 132 eða 22,5%. Níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku þá var samkomulagið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 en atkvæði greiddu 588, eða 44,1%,“ segir í frétt á bbl.is. Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti en upplýsingar um samkomulagið eru aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir