Hryllingsbúðinni lokað

Skagaleikflokkurinn sýndi Litlu hryllingsbúðina í síðasta sinn í gærkvöldi. Leikstjóri var Valgeir Skagfjörð, en verkið er eftir þá Ashman og Alan Menken, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Magnúsar Þórs Jónssonar.

Frumsýnt var föstudaginn 15. nóvember og alls var Litla hryllingsbúðin sýnd átta sinnum í Bíóhöllinni á Akranesi. Sýningin hlaut afar góða dóma og fékk mjög góðar viðtökur áhorfenda. Til marks um það var uppselt á fyrstu sjö sýningarnar og aðeins örfáir miðar voru óseldir á lokasýningunni í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir