
Gáfu bangsa í sjúkrabílinn
Nokkrar duglegar prjónakonur í Félagi eldri borgara í Grundarfirði hafa undanfarið unnið hörðum höndum að því að prjóna litla bangsa fyrir börn. Bangsana gáfu þær svo í sjúkrabíl Grundarfjarðar þar sem að þeir munu koma að góðum notum. Það voru þeir Tómas Freyr Kristjánsson og Þorkell Máni Þorkelsson sjúkraflutningamenn sem veittu böngsunum viðtöku af þessum duglegu konum.