Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra.

Móta tillögur um líknandi meðferð

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði til að gera tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum.

Hlutverk starfshópsins var að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur til boða sjúklingum á þessu svæði sem eru í þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð, greina núverandi þjónustuþörf, gera tillögur um skipulag og framkvæmd þjónustunnar til framtíðar og setja fram áætlun um kostnað við undirbúning og rekstur í samræmi við tillögurnar. Áður hafði annar starfshópur fjallað um skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar annarra landshluta en að framan greinir.

Tillögur starfshópsins eru nokkuð margar og settar fram með upplýsingum um skilgreind markmið einstakra verkefna, um framkvæmdaaðila, mælikvarða og áætlaðan kostnað. Fjallað er jöfnum höndum um líknarþjónustu í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum. Tillögurnar snúa meðal annars að menntun fagstétta, aukinni þverfaglegri nálgun og meiri sérhæfingu, bættri miðlun gagna, bættri skráningu um líknarmferð, fræðslu til almennings og svo mætti áfram telja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir