Séra Aðalsteinn Þorvaldsson er hér með stutta blessun á þessum hátíðlega degi. Ljósm. tfk.

Viðbygging Dvalarheimilisins Fellaskjóls vígð ið hátíðlega athöfn

Laugardaginn 30. nóvember var nýja viðbyggingin við Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði vígð og formlega tekin í notkun. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur í Grundarfirði, vígði og blessaði viðbygginguna áður en Hildur Sæmundsdóttir fór stuttlega yfir sögu dvalarheimilisins. Þá þakkaði hún öllum sem lagt hafa hönd á plóg til að láta þetta verða að veruleika. Eftir stutt ræðuhöld var öllum boðið að þiggja veitingar með jólalegu ívafi. Viðbyggingin hefur gjörbreytt aðstöðu vistmanna til hins betra. Næst á dagskrá eru að taka gömlu rýmin í gegn og gera þau betri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir