Styrkir til verkefna á svið umhverfis- og auðlindamála

Umhverfisráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála.

Ráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 56 m.kr. en hver einstakur styrkur getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur 10% af heildarstyrkfjárhæð hvers árs. Auk almennra verkefna á málefnasviði ráðuneytisins er við úthlutun að þessu sinni einnig lögð áhersla á samstarfsverkefni sem lúta annars vegar að eflingu hringrásarhagkerfisins og hins vegar að loftslagsmálum. Með samstarfsverkefni er átt við verkefni þar sem félagasamtök, almenningur og/eða aðrir taka höndum saman um tiltekið verkefni.

Einnig er hægt að sækja um almenna rekstrarstyrki til félagasamtaka. Markmið þeirra er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 39 m.kr. Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2020. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Sjá nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir