Mótmæla vinnubrögðum við ráðningu sveitarstjóra

„Fulltrúar Framsóknarflokksins í Borgarbyggð hafa óskað eftir því að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rannsaki lögmæti ráðningar sveitarstjóra í Borgarbyggð. Fulltrúar Framsóknarflokksins gera athugasemdir við það að fulltrúar í sveitarstjórn hafi fyrst fengið upplýsingar um ráðningu Lilju Bjargar Ágústsdóttir sem sveitarstjóra frá 1. desember í fjölmiðlum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fulltrúar Framsóknarflokks í sveitarstjórn sendu frá sér í morgun.

„Sveitarstjórnarfólk Framsóknarflokksins lítur svo á að hér sé um að ræða alvarlegt brot á stjórnsýslu og samþykktum um stjórn Borgarbyggðar, enda segir í samþykktum sveitarfélagsins að aðeins sveitarstjórn geti ráðið sveitarstjóra, en næsti sveitarstjórnarfundur er 12. desember. Auk þess benda fulltrúar Framsóknarflokksins á að ráðningasamningur hefur ekki verið lagður fram. Vinnubrögð sem þessi lýsa að mati undirritaðra mikilli vanvirðingu á hlutverkum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og einkennast af valdníðslu og hroka,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira