Ljósm. Kristinn Ingvarsson.

Margir að ljúka doktorsnámi við HÍ

Metfjöldi doktora, eða 95, hefur brautskráðst frá Háskóla Íslands á síðustu tólf mánuðum og var þessum stóra hópi fagnað á árlegri Hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í Hátíðasal skólans á sjálfan fullveldisdaginn. Viðstaddur var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en þetta er í níunda sinn sem Háskólinn heiðrar doktora frá skólanum með þessum hætti.

Á meðfylgjandi mynd er doktorahópurinn sem mætti á hátíðina á sunnudaginn ásamt forseta Íslands, rektor Háskólans, aðstoðarrrektorum, forsetum fræðasviða, forstjóra Landspítala og forseta Stúdentaráðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðvikudag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, jafnan... Lesa meira