Hér má sjá verðlaunahafa í Askinum.

Fjölmenni mætti á Matarhátíð á Hvanneyri

Matarmarkaður, matarhandverk, úrslit í matarkeppni og matur beint frá býli voru meginþemu á fjölmennri Matarhátíð sem fram fór á laugardaginn á gömlu útihúsatorfunni á Hvanneyri. Ítarlega er fjallað um dagskrána í Skessuhorni sem kom út í dag. Opið hús var í Landbúnaðarsafni Íslands og Ullarselinu í gamla fjósinu en auk þess kynning á sigurvegurum í Askinum í fjóshlöðunni, en það er Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, sem Matís stendur fyrir í samstarfi við Matarauð Íslands, Matarauð Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands. Þá voru á hátíðinni fluttir nokkrir örfyrirlestrar á Kollubar. Meðal annars kynnti Hlédís Sveinsdóttir REKÓ, kynnt var verkefni Matís; Krakkar kokka, Eva Margrét Jónudóttir kynnti verkefni sem hún hefur unnið að í samstarfi við Matís og fjallar um aukið virði hrossakjöts. Austurríkisfólkið Gerald og Katharina sögðu frá búskaparháttum sínum og sauðaostagerð og að endingu flutti Vífill Karlsson hagfræðingur erindi sem hann nefndi Gott er að mjólka gulrótina. Fjallaði það um landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju hér á landi. Á sama tíma og aðrir dagskrárliðir fóru fram, kynntu og seldu ýmsir matarframleiðendur vörur sínar á gamla vélaverkstæðinu. Á Kollubar var Kvenfélagið 19. júní með kaffisölu og Árni hjá Hinu blómlega búi kynnti mergjaðan eggjapúns. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í hátíðina því fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn og átti góðan dag í blíðskapar vetrarveðri.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira