Á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson.

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram föstudaginn 13. desember frá klukkan 13-17 að Þjóðbraut 13, þar sem Vínbúðin var áður til húsa. Tekið verður á móti umsóknum alla virka daga frá 22. nóvember til 3. desember frá kl. 11-13 í síma 859-3000 (María) og 859-3200 ( Svanborg ).

Alllir umsækjendur þurfa að skila inn staðgreiðsluskrá sem sýnir tekjur frá janúar til nóvember (ekki skattframtal). Hana má nálgast á vef Ríkisskattstjóra og einnig er hægt að fá hana útprentaða á Skattstofunni. Einnig þarf að skila inn búsetuvottorði en það fæst útprentað á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Tekið verður á móti gögnum og skriflegum umsóknum í húsi Rauða krossins Skólabraut 25a 4. og 5. desember frá kl. 16-18. Mjög mikilvægt er að sækja um á auglýstum tíma þvi úrvinnsla umsókna tekur tíma og eftir 13. desember verður ekki úthlutað.

Styrktarreikningur Mæðrastyrksnefndar er: 0552-14-402048 kt: 411276-0829.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir