Framkvæmdir komnar á fullt við Norðurgarð

Framkvæmdir við stækkun Norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn er komnar á fullan skrið. Nú er mikil umferð vörubíla og vinnuvéla um hafnarsvæðið og fólk því beðið um að draga úr bryggjurúntum á meðan. Þessa dagana er verið að keyra á staðinn stórgrýti úr Grafarnámu. Það er Borgarverk sem er verktaki við framkvæmdirnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir