Skjáskot af Íslandskorti í dag, 28. nóvember, sem sýnir færð á vegum.

Eitt kort miðlar upplýsingum um ferðaaðstæður

Safetravel hefur tekið í notkun nýjung í miðlun upplýsinga um ferðaaðstæður. Nú er dregið úr flækjustigi með því að þurfa ekki lengur að beina ferðamönnum á nokkra staði til að afla sér upplýsinga um veður og færð, en eitt nýtt Íslandskort á að auðvelda ferðamönnum að sækja á því upplýsingar um t.d. færð á vegum, vindhviður við fjöll, aðstæður á ferðamannastöðum og snjóflóðaspá, svo dæmi séu tekin. Skref er því stigið í að efla öryggismál í landi þar sem aðstæður breytast skjótt og allra veðra er von. Aukin áhersla er nú lögð á rafræna miðlun upplýsinga til ferðamanna.

Ráðuneyti ferðamála og Ferðamálastofa hafa ákveðið að draga úr stuðningi við rekstur upplýsingamiðstöðva, t.d. á landsbyggðinni, en efla í stað þess miðlæga, rafræna upplýsingagjöf. Af þeim sökum hefur t.d. verið ákveðið að loka upplýsingamiðstöð ferðamanna í Borgarnesi á næsta ári. Nýverið var skrifað undir samkomulag þess efnis að Landsbjörg fengi aukinn stuðning til reksturs Savetravel og fékk úthlutað um fjörutíu milljónum króna í þeim tilgangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir