Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, hér í miðju ávarpi við útskrift nemenda vorið 2017. Ljósm. úr safni/ James Einar Becker.

Vilhjálmur Egilsson kveður Bifröst í vor

Vilhjálmur Egilsson lætur af störfum sem rektor Háskólans á Bifröst næsta vor, en hann hefur gegnt starfinu síðan 2013. „Meiningin er að ég hætti í lok skólaársins. Ég var upphaflega ráðinn 2013 og fyrsta ráðningin var til fjögurra ára. Hún var síðan framlengd um þrjú ár. Ástæðan er sú að ég verð 67 ára núna í desember og er að færast á lífeyrisaldur. Að minni hálfu snerist málið um að finna heppilegan tímapunkt til að stíga inn í þennan nýja kafla í lífi mínu. Þá urðu allir ásáttir um að ég framlengdi til þriggja ára og samningurinn minn rennur því út eftir þetta skólaár sem nú er hafið, sem er bara mjög viðeigandi að mínum dómi,“ segir Vilhjálmur í samtali við Skessuhorn.

Rætt er við hann í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir