Frá afhendingu Kiwanisklúbbnum á nýrri björgunarbifreið. Jón Þórisson formaður björgunarsveitarinnar Oks tekur við lyklunum úr hendi Kiwanismannsins Finnboga Arndal.

Hjörtur fer yfir sögu Kiwanisklúbbsins Jökla

Í Skessuhorni sem kom út í dag rifjar Hjörtur Þórarinsson fyrrum skólastjóri upp sögu Kiwanisklúbbins Jökla í Borgarfirði, allt frá stofnun hans 1973 og þar til starfinu lauk. Á sinni tíð var klúbburinn kraftmikill og bætti samfélagið. Rifjar Hjörtur upp helstu verkefni og fjáraflanir, en klúbburinn fjármagnaði meðal annars kaup á björgunarbíl fyrir björgunarsveitina Ok og snjóbíl fyrir björgunarsveitina Heiðar. Auk þess studdi klúbburinn við fjölmörg önnur verkefni.

Nú er starfsemi Kiwanisklúbbins Jökla hætt en farið er yfir söguna í bundnu og óbundnu máli í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir