Anna María Þráinsdóttir, útibússtjóri Verkís á Vesturlandi. Ljósm. kgk.

Anna María er nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi

Anna María Þráinsdóttir byggingaverkfræðingur tók við sem útibússtjóri Verkís á Vesturlandi 1. nóvember síðastliðinn. Anna María tekur við starfinu af Gísla Karel Halldórssyni, sem verður sjötugur á næsta ári og er farinn að minnka við sig, en er þó hvergi nærri hættur, að sögn Önnu.

Starfsemi Verkís á Vesturlandi nær til landshlutans alls og lýtur einkum að eftirliti með byggingaframkvæmdum, hvers kyns hönnun og annarri almennri verkfræðiráðgjöf. Sex fastir starfsmenn Verkís starfa í landshlutanum; þrír á Akranesi og þrír í Borgarnesi. Útibúið er þannig í reynd starfrækt á tveimur stöðum. „Við erum staðsett bæði á Akranesi og í Borgarnesi og þannig verður það áfram. Slíkt mun ekki breytast með tilkomu nýs útibússtjóra,“ segir Anna María í samtali við Skessuhorn. „Frekar horfum við til þess að geta með tíð og tíma fjölgað fólki og erum opin fyrir því að opna aftur skrifstofu á Snæfellsnesi, eins og við vorum með í Stykkishólmi, ef sá möguleiki verður fyrir hendi,“ bætir hún við.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir