Eftirlit með rjúpnaskyttum

Lögreglan á Vesturlandi fór með Landhelgisgæslu Íslands í rjúpnaveiðieftirlit á laugardaginn. Flogið var með þyrlu gæslunnar yfir Hraundal og nærliggjandi dali, Langavatnsdal auk friðlandsins í Geitlandi. Sást til veiðimanna, en ekki í friðlandinu. Tveir kyrrstæðir bílar voru við friðlandið en þar sást ekki til veiðimanna. Annars staðar sáust fleiri bifreiðar, en á svæðum þar sem veiði er heimil. Veiðimenn sem voru á ferð á svæðinu sem lögregla fór um kváðust lítið hafa séð af rjúpu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir