Bílvelta í Hvalfirði í gær

Bílvelta varð í Hvalfirði til móts við Lambhaga kl. 16:30 í gær. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum þar sem hann valt og endaði ofan í skurði.

Ökumaðurinn sat í bílnum þegar lögregla kom á vettvang og kenndi sér eymsla eftir veltuna. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Akranes til læknisskoðunar, en reyndist aðeins hafa hlotið minniháttar meiðsli af.

Bifreiðin er óökuhæf og var fjarlægð með dráttarbíl af vettvangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir