Veggeiningar að nýjum leikskóla risnar

Ágætur gangur hefur í haust verið í byggingaframkvæmdum á Kleppjárnsreykjum, en framkvæmdir hófust í lok sumars. Í húsinu verður leikskólinn Hnoðraból með starfsemi sína en auk þess verða þar skrifstofur fyrir starfsfólk leikskólans og grunnskólans auk kennslurýmis. Byggingin er 530 fermetrar að flatarmáli á einni hæð. Búið er að reisa forsteyptar einingar frá Steypustöðinni – Loftorku og næsti verkþáttur er að koma húsinu undir þak. Eftir það verður gólfsteypa og frágangur innanhúss. Í verksamningi við Eirík J Ingólfsson ehf. kemur fram að byggingin á að vera tilbúin til notkunar fyrir upphaf skólaárs haustið 2020.

Líkar þetta

Fleiri fréttir