Á móti einkavæðingu samgöngumannvirkja

„Þingflokkur Framsóknarflokksins lýsir yfir algjörri andstöðu við hugmyndir um einkavæðingu samgöngumannvirkja, eins og flugvalla. Stjórn mannvirkjanna, ákvarðanir um rekstur og fjárfestingu þurfa í öllum tilfellum að vera í höndum íslenskra stjórnvalda,“ segir í tilkynningu frá þingflokknum. „Einkavæðing kerfislega mikilvægra innviða á borð við ISAVIA er í andstöðu við stefnu Framsóknar sem sérstaklega var áréttuð á sameiginlegum fundi landsstjórnar í ágúst,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi þingflokksformaður Framsóknar.  Þá kemur fram í tilkynningu að fulltrúi Framsóknar í stjórn ISAVIA studdi ekki tillögu um uppskiptingu félagsins og bókaði sérstaklega um mikilvægi framtíðarfjármögnunar varaflugvalla. „Þingflokkur Framsóknar telur áformin vera í ósamræmi við stefnu stjórnvalda og samgönguáætlun.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir