VÍS kærir forsendur útboðs í Borgarbyggð

Vátryggingafélag Íslands hefur kært útboð Borgarbyggðar á vátryggingum sveitarfélagsins. Kærunefnd útboðsmála tilkynnti um að kæran hefði verið lögð fram með bréfi dags. 13.11 síðastliðinn. Gerð er krafa um að útboðið verði stöðvað þar til búið verður að taka afstöðu til kærunnar. Ástæðan er krafa um rekstur tryggingaumboðs í sveitarfélaginu, en VÍS hætti slíkum rekstri á síðasta ári og lokaði umboðsskrifstofu sinni. Í útboðsgögnum Borgarbyggðar sagði um þann þátt: „Bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð með starfsmanni a.m.k. 16 tíma á viku. Starfsstöð í Borgarbyggð skuli að lágmarki vera komin sex mánuðum eftir að samningur er undirritaður við viðkomandi bjóðanda um verkið og skal hún starfrækt a.m.k. út samningstímann.“

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira