Ríkið tapaði máli um eignarhald yfir Arnarvatnsheiði

Héraðsdómur Vesturlandi kvað í morgun upp úrskurð í máli íslenska ríkisins gegn landeigendum á Arnarvatnsheiði. Ríkið höfðaði málið og beindi kröfu sinni gegn Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland annars vegar en hins vegar eigendum Kalmanstungu I og II. Gerði ríkið kröfu um að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar nr. 4/2014 þess efnis að Arnarvatnsheiði, Geitland ásamt Langjökli tilheyrði sjálfseignarstofnuninni og landeigendum Kalmanstungu I og II. Þá krafðist ríkið þess jafnframt að viðurkennt yrði fyrir dómi að landsvæðið yrði túlkað sem þjóðlenda. Héraðsdómur Vesturland sýknaði landeigendur af öllum kröfum ríkisins. Málskostnaður var felldur niður og allur gjafsóknarkostnaður stefndu skal greiðast úr ríkissjóði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir