Matarhátíð á Hvanneyri á morgun

Matarmarkaður, matarhandverk, úrlit í matarkeppni og matur beint frá býli er meginþema á Matarhátíð sem fram fer á morgun, laugardaginn 23. nóvember, á gömlu torfunni á Hvanneyri. Opið hús verður í Landbúnaðarsafni Íslands og Ullarselinu en auk þess útstilling á keppnisvörum í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, en úrslitin verða kynnt klukkan 14.

Dagskráin hefst klukkan 12 með REKÓ afhendingu, en hálftíma síðar mun Hlédís Sveinsdóttir kynna hvað felst í REKÓ. Klukkan 13 verður kynning á verkefnum Matís undir heitinu Krakkar kokka. Eva Margrét Jónudóttir mun klukkan 13:30 fjalla um aukið virði hrossakjöts, gæði og tækifæri sem felast í vinnslu og markaðssetningu þess.

Klukkan 14 verður verðlaunaafhending í Askinum, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, sem Matís stendur fyrir.

Klukkan 15 munu þau Gerald og Katharina segja frá austurrískum búskaparháttum og sauðaostagerð.  Klukkan 15:30 mun Vífill Karlsson flytja erindið „Gott er að mjólka gulrótina..“ Þar kynnir hann landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi. Dagskrá lýkur svo með stuttum kynningum og erindum.

Allir eru velkomnir á Hvanneyri á hátíð Matar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir