Staða sveitarstjóra verður auglýst

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun var tekið til umræðu hvaða ferli verði viðhaft við ráðningu nýs sveitarstjóra. Eins og kunnugt er sagði sveitarstjórn Gunnlaugi A Júlíussyni upp störfum sveitarstjóra í síðustu viku. Samþykkt var á fundinum að afla verðhugmynda frá þremur ráðningarstofum vegna væntanlegs auglýsingarferlis, úrvinnslu umsókna og ráðningu í starfið. Eiríki Ólafssyni sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að hafa samband við ráðningarstofurnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir