Staða sveitarstjóra verður auglýst

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun var tekið til umræðu hvaða ferli verði viðhaft við ráðningu nýs sveitarstjóra. Eins og kunnugt er sagði sveitarstjórn Gunnlaugi A Júlíussyni upp störfum sveitarstjóra í síðustu viku. Samþykkt var á fundinum að afla verðhugmynda frá þremur ráðningarstofum vegna væntanlegs auglýsingarferlis, úrvinnslu umsókna og ráðningu í starfið. Eiríki Ólafssyni sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að hafa samband við ráðningarstofurnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira