Margir kíktu við og studdu við hið árlega verkefni Grundaskóla. Ljósm. arg.

Margt um manninn á Malavímarkaði

Árlegur Malavímarkaður var haldinn í Grundaskóla á Akranesi í hádeginu í dag. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu undibúið markaðinn með að búa til og safna saman munum til að selja. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktar skólastarfi í Malaví, sem er eitt fátækasta ríki heims. Settir voru upp sölubásar um skólann þar sem meðal annars voru seld handverk eftir krakkana, notuð föt, ýmislegt góðgæti og fleira, auk þess sem gestum bauðst að kaupa vöfflur og kaffi eða pylsur á meðan hægt var að hlýða á tónlistaratriði nemenda. Markaðurinn er alltaf mjög vel sóttur og var engin breyting þar á. Mikill fjöldi fólks kom í skólann og styrktu málefnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir