Allir kvennaflokkar æfðu saman

Sameiginleg knattspyrnuæfing allra kvennaflokka ÍA var haldin í gær. Þar fengu ungar og upprennandi knattspyrnukonur frá 7. flokki og upp úr að æfa með fyrirmyndum sínum úr meistaraflokki. „Gaman var að sjá yngri iðkendur með fyrirmyndum sínum á æfingu,“ segir á vef KFÍA.

Æfingin var skipulögð af þjálfurum félagsins, sem fengu leikmenn meistaraflokks til að útskýra og sýna yngri iðkendum æfingarnar sem teknar voru fyrir þennan daginn. „Iðkendur okkar eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þær eru duglegar og öflugar og stefna allar á að spila með meistaraflokki ÍA eftir nokkur ár.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir