Davíð Svanur og Hjörtur frá Afrepi í Snæfellsbæ. Ljósm. Samfés.

Snæfellingar sigruðu í Rímnaflæði

Þeir Davíð Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Afdrepi í Snæfellsbæ báru sigur úr býtum í Rímnaflæði 2019, rappkeppni unga fólksins með laginu „Leiðinlegir dagar“. Það er Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, sem stendur fyrir keppninni. Í öðru sæti varð Viktor Örn Hjálmarsson úr félagsmiðstöðinni Þrumunni með lagið „Ferillinn“ og í þriðja sæti varð Sindri Sigurjónsson úr félagsmiðstöðinni Tvistinum á Hvolsvelli sem rappaði lagið „Hratt-Satt“. Það er gaman að nefna að í ár röppuðu allir keppendur á íslensku. Dómnefndina skipuðu Árni Matthíasson, Ragna Kjartansdóttir og Sölvi Blöndal en kynnir kvöldsins var Ragga Holm.

Góð stemning var á keppninni sem fram fór á föstudagskvöldinu. Troðfullt hús af hressum ungmennum í Fellahelli í Fellaskóla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira