Ný stjórn í Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar

Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var haldinn 14. nóvember síðastliðinn í Borgarnesi. Góð mæting félagsmanna var á fundinn og þar var að vanda flutt fræðsluerindi sem að þessu sinni var kynning á starfi Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra. Frá Krafti komu Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri og Elín Sandra Skúladóttir formaður stjórnar.

Í febrúar næstkomandi fagnar Krabbameinsfélag Borgarfjarðar 50 ára afmæli og verður því dagskrá afmælisársins fjölbreytt og skemmtileg ásamt því að styðja félagsmenn og standa að fræðslu fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra áfram sem hingað til.

Ný stjórn Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var kosin á aðalfundinum. Hana skipa f.v. á mynd: Guðríður Ringsted ritari, Hafdís Brynja Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir formaður, Jómundur Hjörleifsson meðstjórnandi og Guðrún Helga Andrésdóttir gjaldkeri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir