Langjökull, Eiríksjökull í baksýni. Hálendið / Langjokull glacier in foreground and Eiriksjokull in background, Highlands.

Kynna í samráðsgátt áform um Miðhálendisþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands á vorþingi 2020. Áformin um frumvarpið hafa nú verið kynnt og sett í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 4. desember 2019. Drög að frumvarpi um þjóðgarðinn munu einnig verða kynnt í samráðsgátt.

Eins og kunnugt er hefur þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins unnið að áherslum sem frumvarpið mun byggja á. Andstaða við frumvarpið er töluverð meðal sveitarfélaga á landsbyggðinni sem líta á það sem afsal skipulagsvalds að færa umráð hálendisins til ríkisstofnunar. Engu að síður er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og umræddri þverpólitískri nefnd var komið á fót um stofnun hans. Nefndin hefur verið að störfum síðan vorið 2018. Nefndinni var m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins, setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka, gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn, taka afstöðu til stjórnskipulags hans, fjalla um svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Nefndin hefur nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að einstökum þáttum sem hún hefur fjallað um. Síðustu tvö áhersluatriði nefndarinnar voru kynnt í samráðsgátt í október, annars vegar umfjöllun um fjármögnun og hins vegar áherslur í lagafrumvarpi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira