Fresta um viku atkvæðagreiðslu um starfsskilyrði nautgriparæktar

Frá því var greint í dag á vef Bændasamtakanna að búið er að fresta atkvæðagreiðslu um samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. febrúar 2016, sem undirritað var 25. október sl. og fara átti fram dagana 20.- 27. nóvember. „Bændasamtök Íslands boða hér með að nýju til atkvæðagreiðslu um samkomulagið. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir frá kl. 12:00 á hádegi 27. nóvember til kl. 12:00 á hádegi þann 4. desember,“ segir í tilkynningu.

Ákvörðun um frestun var tekin í kjölfar umræðu og áskorunar 340 kúabænda um að samninganefndirnar settust aftur að samningaborði. Fundur er áætlaður með landbúnaðarráðherra í hádeginu í dag þar sem samningsaðilar munu ræða stöðuna.

Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í skýrsluhaldi fyrir nautgriparækt. Þá hafa félagsmenn í Landssambandi kúabænda einnig kosningarétt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira