Fjölskyldan við Angkor Wat í Kambódíu.

Fjölskylda tók sig upp og flakkar um heiminn

Hjónin Ása Laufey Sigurðardóttir og Hallgrímur Þór Finnborgason lögðu af stað í heimsreisu ásamt þremur börnum sínum, Sigríði Freyju 16 ára, Guðlaugu Maríu 13 ára og Matthíasi Kára sem verður 9 ára í lok mánaðarins. Fjölsyldan, sem var búsett á Akranesi, tók ákvörðun um að selja húsið og allar sínar eigur síðasta sumar og héldu af stað 3. ágúst. Þau voru þá búin að skipuleggja ferðalagið sex mánuði fram í tímann en stefna þó á að vera á ferðinni í heilt ár. En hvers vegna ákváðu þau að fara í þessa ferð? „Við erum bara að leika okkur og hafa gaman. Okkur langar að kynnast heiminum, læra um ólíka staði og ólíka menningu og kynnast allskonar fólki,“ svarar Ása. „Og við vildum bara sjá hvað er þarna úti,“ bætir Hallgrímur við.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við heimshornaflakkarana, sem hver um sig hefur sjö kílóa farangur í bakpoka, ekki annað en góða skapið og hvert annað. Ævintýrið á að taka ár og óvíst er hvar framtíðar heimilið verður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir