Gunnlaugur A Júlíusson fráfarandi sveitarstjóri.

Er þakklátur Borgfirðingum fyrir gott samstarf og ánægjuleg kynni

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson fráfarandi sveitarstjóri í Borgarbyggð kveðst aðspurður í samtali við Skessuhorn líta glaður um öxl, eftir þrjú og hálft ár í starfi sveitarstjóra. Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast íbúum í starfi og leik, en um leið er hann leiður yfir að þannig hafi farið í liðinni viku að sveitarstjórn óskaði ekki lengur eftir starfskröftum hans. „Auðvitað er það svo að kjörnir fulltrúar ráða för. Þeir axla hina pólitísku ábyrgð og eru æðstu stjórnendur milli kosninga. Það voru þeir sem kusu að láta leiðir okkar skilja. Ég tek hatt minn og staf en mín bíða einfaldlega nýjar áskoranir og önnur verkefni hvar sem þau verða. Ég hætti störfum fyrir þetta góða samfélag í Borgarbyggð glaður í bragði og þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast héraðsbúum á nýjan leik,“ segir Gunnlaugur, en hann er eins og margir lesendur þekkja Rauðsendingur að uppruna og fetaði meðal annars menntaveginn við Bændaskólann á Hvanneyri. Eftir það hefur hann sem dæmi verið sveitarstjóri á Raufarhöfn en lengstan starfsaldur á hann hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í stuttu spjalli við blaðamann nefnir Gunnlaugur meðal annars það sem stendur hæst eftir árin þrjú og hálft. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira