Dópaður á fleygiferð

Á föstudag kl. 1:30 um nótt stöðvaði lögregla ökumann á Vesturlandsvegi til móts við Ölver á 131 km/klst., en hámarkshraði þar er sem kunnugt er 90 km/klst. Lögregla fann kannabislykt af ökumanninum og framkvæmdi fíkniefnapróf. Svaraði það jákvætt við neyslu kannabiss. Var maðurinn því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn gefa blóðsýni. Ökumaðurinn heimilaði leit í bílnum, þar sem fundust þrír pokar með ætluðum kannabisefnum. Maðurinn verður kærður fyrir of hraðan akstur, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fyrir vörslu og meðferð fíkniefna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir