Ásrún Magnúsdóttir hefur gefið út þrjár bækur fyrir jólin; Fleiri Korkusögur, Ævintýri Lunda Munda og Hvuttasveina. Bókina Korkusögur gaf hún út á síðasta ári.

Blindi lundinn Mundi í aðalhlutverki í nýrri bók

Ævintýri Munda Lunda, Hvuttasveinar og Fleiri Korkusögur eru allt nýjar bækur eftir Borgnesinginn Ásrúnu Magnúsdóttur. Bókin Fleiri Korkusögur er framhald af bókinni Korkusögur sem hún gaf út í fyrra ásamt systur sinni, Sigríði. Nýja bókin kom út í haust og líkt og í fyrri bókinni er aðalpersónan byggð á systurdóttur Ásrúnar: „Hún er algjör prakkarakringla sem kemur sér í allskonar vandræði en er ótrúlega úrræðagóð að koma sér síðan úr klandrinu,“ segir Ásrún um systurdóttur sína. Í bókunum er Korka iðulega í fylgd með hundunum sínum tveimur og er annar þeirra stór St.Bernards hundur. „Saman lenda þau í ýmsum ævintýrum, eltast við stingumaura, hitta lögreglukonur, fara í vatnsblöðrustríð og gera allskonar sem hressar og uppátækjasamar stúlkur geta gert af sér,“ segir Ásrún.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Ásrúnu um nýju bækurnar hennar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir