Sóttu greni í Réttarskóg

Konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur, ásamt félögum úr Skógræktarfélagi Ólafsvíkur og aðstoðarmönnum, hittust í Réttarskógi síðastliðinn sunnudag. Tilgangurinn var að sækja greni og birkigreinar. Greinarnar ætla kvenfélagskonur að nýta til að búa til leiðisgreinar sem þær verða með til sölu í Jólaþorpi Snæfellsbæjar í aðdraganda jóla. Var þetta hin skemmtilegasti hittungur og voru allir sem tóku þátt sammála um að það væri sérlega ánægjulegt að geta nýtt greni úr skógi í heimabyggð og verður það vonandi fyrsta skrefið í nýtingu skógarins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir