Sjúkraflutningamennirnir Þorkell Máni Þorkelsson og Marinó Ingi Eyþórsson eru hér að mæla blóðsykurinn hjá Dariusz Krinsky. Ljósm. tfk.

Lions bauð upp á blóðsykursmælingu

Lionsklúbbur Grundarfjarðar bauð Grundfirðingum og nærsveitungum uppá blóðsykursmælingu í verslun Kjörbúðarinnar fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Lionsklúbburinn var í samstarfi með sjúkraflutningamönnum HVE sem framkvæmdu blóðsykurmælinguna sem var vel sótt. Yfir eitthundrað manns létu mæla blóðsykurinn á þessum tveimur klukkustundum sem mælingin stóð yfir. 14. nóvember ár hvert er alþjóðlegur sykursýkisvarnadagur Lionshreyfingarinnar og því boðið uppá þessa frábæru þjónustu. Sambærileg þjónusta var í boði víðar á Vesturlandi, en á Akranesi fór mælingin fram á laugardaginn í samstarfi Lions og Apóteks Vesturlands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir