Hvasst við fjöll í dag

Í dag er spáð suðaustan 15-23 m/s sunnan- og suðvestanlands samhliða rigningu á köflum. Hvassast verður við ströndina sunnanlands, en þó má einnig reikna með öflugum vindhviðum við fjöll, til dæmis á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Hiti verður frá núll til sex gráður og gæti myndast talsverð hálka um tíma þegar ísa leysir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir