Eldur kom upp í rafmagnstöflu í sumarhúsi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í sumarhúsi í Ölveri við Hafnarfjall. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf hratt og vel. Fólk sem dvaldi í húsinu varð vart við snark frá eldi við rafmagnstöflu í húsinu og gat hringt á Neyðarlínuna. Tjón var að sögn Þráins lítilsháttar á húsinu. Einn var fluttur undir læknishendur til skoðunar vegna gruns um reykeitrun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir