Hellulagt við Borgarbraut í Borgarnesi. Ljósm. úr safni.

Sextíu samningum þinglýst í október

Alls var 60 kaupsamningum vegna fasteignaviðskipta þinglýst á Vesturlandi í októbermánuði. Þar af voru 19 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um eignir í sérbýli og 16 um annars konar eignir. Á vef Þjóðskrár kemur fram að heildarvelta þinglýstra kaupsamninga í landshlutanum í október var 2.023 milljónir króna og meðaupphæð á samning var 33,7 milljónir. Af þessum 60 samningum var þriðjungur þeirra um eignir á Akranesi, eða 20 samningar. Af þeim voru 13 um eignir í fjölbýli og sjö um eignir í sérbýli. Heildarvelta samninganna sem þinglýst var á Akranesi var 838 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,9 milljónir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira